Viðskipti innlent

Útgerðarforstjórar kvarta yfir gengi krónunnar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda. Vísir/GVA
Forstjórar HB Granda og Þorbjörns, tveggja af stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjunum, telja að stjórnvöld og Seðlabankinn haldi uppi óeðlilega sterku gengi krónunnar, sem dragi úr tekjum þeirra í íslenskum krónum.

Þetta segja forstjórarnir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda og Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar, í viðtali við fréttastofu Bloomberg.

Bloomberg bendir á í umfjöllun sinni að evran kosti aðeins 155 krónur hérlendis en 239 krónur erlendis.

Eiríkur segir að gengi krónunnar sé falsað eftir að gjaldeyrishöft voru tekin upp á Íslandi árið 2008. „Við erum að nota gengi sem er óraunhæft og dregur úr tekjum okkar í íslenskum krónum,“ segir Eiríkur.

Vilhjálmur segist efins um núverandi gengi krónunnar. „Seðlabankinn hlýtur einnig að vera efins, þar sem hann er tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir evruna á uppboði en það verð sdm hún er skráð á opinberlega,“ segir Vilhjálmur í viðtalinu við Bloomberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×