Viðskipti innlent

Ráðleggingar við sparnað og heimilisbókhald

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri Mengia.
Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri Mengia.
Georg Lúðvíksson framkvæmdastjóri Mengia gefur landsmönnum góð ráð við heimilisbókhaldið og sparnað í ítarlegri aðsendri grein í Markaðnum í dag; „Heimilisbókhald á mannamáli“.

Georg telur þar upp nokkur atriði er hjálpað geta til við að ná tökum á fjármálunum með það að markmiði að skapa sér fjárhagslegt öryggi og frelsi með því að fylgja örfáum einföldum reglum.

Þær eru:

1. Grundvallarreglan: Eyddu minna en þú aflar.

Georg segir leiðina út úr vítahringnum hefjast á því að öðlast yfirsýn yfir tekjur og gjöld frá mánuði til mánaðar.

2. Aflaðu meira.

Georg leggur til fjórar leiðir til að auka tekjurnar; að halda áfram að mennta sig, starfa við það sem maður hefur brennandi áhuga á, afla aukatekna og halda sambandi við sem flesta og brenna ekki brýr.

3. Eyddu minna - sparsemi er dyggð.

Georg segir alla geta tileinkað sér sparsemi án þess að það bitni á lífsstílnum með því að nýta peningana sem best, ekki spara þegar maður finnur virkilega fyrir því, ekki gleyma heildarmyndinni, þekkja veikleika sína og hafa heimil á þeim og fleira.

4. Greiddu upp skuldir og láttu peningana vinna fyrir þig.

Mælt er með því að greiða upp öll skammtímalán, safna í varasjóð og byggja upp eignir með því að fjárfesta og greiða upp lán.

5. Öðlastu fjárhagslegt frelsi og leitaðu hamingjunnar.

Georg segir markmiðið með þessu öllu ekki endilega vera að verða ríkur heldur að öðlast fjárhagslegt öryggi og frelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×