Sport

Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af

Gunnar er í sviðsljósinu þessa dagana.
Gunnar er í sviðsljósinu þessa dagana. vísir/getty
Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá.

„Sem betur fer lenti bíllinn á dekkjunum og rétt við þar sem áin verður djúp. Ég man að ég hugsaði að vonandi stöðvi bíllinn áður en við förum ofan í sem og að hann endi ekki á þakinu,“ sagði Gunnar við Daily Mail.

„Ég vissi sem var að ef bíllinn hefði farið einum til tveimur metrum lengra og á þakinu þá hefðu ekki allir lifað af. Það kom öllum á óvart að við skildum sleppa svona vel.“

Gunnar ræðir einnig um meiðslin sem hann varð fyrir í fyrra og um komandi bardaga í viðtalinu.

MMA

Tengdar fréttir

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov

Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gunnar í sínu besta formi

Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars

Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans?

Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar

Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars

Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×