Innlent

Hross í oss verði kvikmynd ársins

Baldvin Þormóðsson skrifar
Ásgrímur Sverrisson er ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré.
Ásgrímur Sverrisson er ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré. visir/arnþór
Ásgrímur Sverrisson birti í dag spádóm sinn fyrir úrslit Eddunnar á kvikmyndavefnum Klapptré þar sem hann situr sem ritstjóri. Ásgrímur er meðal stofnenda Eddunnar og talinn vera einn helsti kvikmyndasérfræðingur landsins.

Málmhaus og Hross í oss eru báðar afar frambærilegar myndir,“ skrifar Ásgrímur. „Væntanlega fer þó svo að verðlaunin dreifast nokkuð milli myndanna og þá þannig að Málmhaus taki flesta leikaraflokkana og jafnvel handrit en Hross í oss fái bíómynd ársins, leikstjórn og töku,“

„Ég leyfi mér svo að vona að XL fái að minnsta kosti klippiverðlaunin og Ólafur Darri ætti einnig að fá Eddu fyrir aðalhutverkið.“ skrifar Ásgrímur.

Hann tekur það síðan fram að Ragnar Bragason, leikstjóri Málmhauss, hafi átt farsælan feril í kvikmyndagerð og tengist því bransanum sterkum böndum. „Já, ég er að segja að það sé faktor hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ skrifar Ásgrímur.

Varðandi bestu tónlistina vill Ásgrímur meina að helsta samkeppnin sé á milli myndanna XL og Hross í oss.

Einnig spáir Ásgrímur að Orðbragð verði skemmtiþáttur ársins, Ferðalok menningarþáttur ársins og Tossarnir fréttaþáttur ársins.

Verðlaunin fyrir leikið sjónvarpsefni munu þættirnir Hulli hljóta og Hvalfjörður fái verðlaun fyrir bestu stuttmyndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×