Lífið

Hross í oss besta myndin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar var í kvöld valin kvikmynd ársins á Edduhátíðinni.

Benedikt mætti ekki á hátíðina en tók leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson við verðlaununum fyrir hans hönd. 

Kvikmyndin var sigursæl á hátíðinni og var leikarinn Ingvar E. Sigurðsson einnig verðlaunaður fyrir leik sinn í myndinni.

Myndin hefur einnig slegið í gegn utan Íslands og hefur hlotið fjölmörg verðlaun víðs vegar um heiminn.

Hér er heildarlisti yfir alla sigurvegara kvöldsins:

Heimildarmynd ársins: Hvellur

Stuttmynd ársins: Hvalfjörður

Handrit ársins: Benedikt Erlingsson fyrir Hross í oss

Menningar – og lífsstílsþáttur ársins: Djöflaeyjan

Skemmtiþáttur ársins: Orðbragð

Besti leikari í aukahlutverki: Ingvar E. Sigurðsson fyrir Málmhaus

Besta leikkona í aukahlutverki: Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Málmhaus

Barnaefni ársins: Stundin okkar

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Kastljós

Sjónvarpsmaður ársins: Bogi Ágústsson

Leikari ársins í aðalhlutverki: Ingvar E. Sigurðsson fyrir Hross í oss

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir Málmhaus

Gervi ársins: Steinunn Þórðardóttir fyrir Málmhaus

Búningar ársins: Helga Rós Hannam fyrir Málmhaus

Leikmynd ársins: Gunnar Pálsson fyrir Fólkið í blokkinni

Heiðursverðlaun: Sigríður Margrét Vigfúsdóttir

Tónlist ársins: Pétur Ben fyrir Málmhaus

Hljóð ársins: Huldar Freyr Arnarson fyrir Málmhaus

Besti kvikmyndafrasi Íslandssögunnar: Inn, út, inn, inn, út úr Með allt á hreinu

Leikstjóri ársins: Benedikt Erlingsson fyrir Hross í oss

Brellur ársins: Jörundur Rafn Arnarson fyrir Hross í oss

Klipping ársins: Valdís Óskarsdóttir fyrir Málmhaus

Kvikmyndataka ársins: Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Hross í oss

Leikið sjónvarpsefni ársins: Ástríður 2

Kvikmynd ársins: Hross í oss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×