Lífið

Amy Winehouse þénar meira dáin

Ugla Egilsdóttir skrifar
Amy Winehouse lést þegar hún var 27 ára.
Amy Winehouse lést þegar hún var 27 ára.
Fyrirtækið Cherry Westfield Ltd, sem foreldrar Amy Winehouse hafa umsjón með, þénaði um 300 milljónir króna frá því Amy lést þar til í apríl 2013. Það er margfalt meira en Amy þénaði síðasta árið sem hún lifði. Platan sem gerði hana heimsfræga, Back to Black, hefur selst í 1,7 milljónum eintaka frá því hún dó í júlí árið 2011.

Faðir Amy Winehouse lýsti því yfir í fjölmiðlum fyrr í febrúar að hann væri búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy, fyrir að hafa kynnt hana fyrir heróíni.

Hér að neðan er hlekkur á myndband af Amy Winehouse að syngja titillag plötunnar Back to Black, sem fjallar um samband hennar við Blake Fielder-Civil.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×