Innlent

Vatnsleki í Vaðlaheiðargöngum

Mikil vinna er á bakvið göngin.
Mikil vinna er á bakvið göngin.
43°C heitt vatn gaus úr vatnsæð í Vaðlaheiðargöngum fyrr í dag og heldur áfram að flæða. Slíkt hitastig hafa starfsmenn ganganna ekki komist í tæri við áður. Þessu greinir Akureyri Vikublað frá.

Vatnslekinn varð til vegna sprengiefna sem notuð eru við framkvæmdirnar. Hátt rakastig er í göngunum og vegna hitastigs vatnsins er mikið um gufu.

„Framkvæmdirnar ganga mjög vel, búið er að bora um fjórðung ganganna,“ segir Oddur Sigurðsson, eftirlitsmaður. „Við þurfum bara að fara aðeins hægar í þetta núna vegna lekans, en við verðum enga stund að laga þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×