Innlent

Menn hafa þurft að leita til læknis vegna hitans í Vaðlaheiðagöngum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill hiti er inn í Vaðlaheiðagöngum.
Mikill hiti er inn í Vaðlaheiðagöngum. visir/auðunnníelsson

Dæmi eru um að menn hafi þurft að leita til læknis vegna hitans Í Vaðlaheiðagöngum. Vinnueftirlitið skoðar málið og verktakinn vinnur að úrbótum. Lofthitinn í göngunum er vel yfir 30 gráðum.

Gríðarlegur hiti fyrirfinnst inn í Vaðlaheiðagöngunum um þessar mundir en 46 gráðu heitt vatn gaus úr vatnsæð í göngunum á sunndaginn.

„Menn finna fyrir ónotum og dæmi eru um að menn hafi þurft að leita til læknis,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, í samtali við RÚV.

Hátt rakastig er í göngunum og vegna hitastigs vatnsins er mikið um gufu.

Slíkt hitastig hafa starfsmenn ganganna ekki komist í tæri við áður en fram kemur í frétta RÚV að Starfsmenn í Vaðlaheiðargöngum hafi nú kvartað til stéttarfélaga sinna vegna erfiðra vinnuaðstæðna í göngunum.Fleiri fréttir

Sjá meira