Viðskipti innlent

Eggert feldskeri valinn iðnaðarmaður ársins

Haraldur Guðmundsson skrifar
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Elsa Haraldsdóttir, formaður IMFR, afhentu Eggerti verðlaunin.
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Elsa Haraldsdóttir, formaður IMFR, afhentu Eggerti verðlaunin. Mynd/Bára Kristinsdóttir.

Eggert Jóhannsson, feldskeri var heiðraður sem iðnaðarmaður ársins á föstudag þegar Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hélt áttundu verðlaunahátíð sína
til heiðurs tuttugu nýsveinum sem luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri árið 2013.

Í tilkynningu segir að verðlaunin séu veitt þeim iðnaðarmanni sem hefur með verkum sínum vakið athygli fyrir framúrskarandi vinnubrögð og nýjungar sem aukið hafa hróður greinarinnar, bæði heima og erlendis.

„Eggert var á nemasamning í tvö ár hjá Jack Marcel feldskera í London. Eftir það hélt hann til Svíþjóðar og lærði við Körsnarsskolan í Tranås og vann þar fyrir Doris Stille, sem var fyrst kvenna til að hljóta meistaratitilinn í feldskurði. Þá lá leið hans til Malmö þar sem hann hóf störf fyrir Lars åke Hankell feldskurðarmeistara. Árið 1977 sneri hann aftur til Íslands og stofnaði fljótlega verkstæði og verslun í Reykjavík. Fyrsta flíkin sem hann hannaði og seldi hér á landi var mokkajakki úr lambskinni og var hann í eigu Rannveigar Guðmundsdóttur, fyrrverandi alþingismanns. Þessi stórglæsilega flík er nú í eigu Þjóðminjasafnsins og er ( eða verður) til sýnis þar.

Einungis ári eftir að hann flytur heim, hóf hann að framleiða fyrir alþjóðlegan markað í kjölfar stórrar pöntunar frá Noregi. Síðan þá hafa verk hans vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi og má þar nefna vörulínur eins og Born again, surf and turf og ocean leather sem eru dæmi um fulla nýtingu náttúrulegra hráefna sem eru sérvalin og bera vott um fallega hönnun, gott handbragð og fjölbreytni í feldum. Hann ber mikla virðingu fyrir nátturunni og hefur að leiðarljósi samspil manns og náttúru í sköpun sinni. Síðastliðinn áratug hefur hann verið virkur meðlimur í alþjóðasamtökum loðskinnaiðnaðarins og setið þar í nefndum sem fjalla um nátturu og dýravernd.

Fyrir þremur árum hóf Eggert samstarf við Anderson og Sheppard um smávöru en framleiðir og hannar nú alla skinnavöru fyrir Anderson og Sheppard en þeir hafa í rúma öld verið í fremstu röð klæðskera Lundúna," segir í tilkynningunni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.