Innlent

Bankaskattur lendi á almenningi

Friðrik Már Baldursson
Friðrik Már Baldursson vísir/gva

Bankaskattinum er ætlað að fjármagna að hluta skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti sérstakt frískuldamark til að draga úr skattbyrði smærri fjármálafyrirtækja.

Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir ekki alveg ljóst hvers vegna skatturinn komi smærri fjármálafyrirtækjum illa.

„Ég á dálítið erfitt með að skilja það. Flatur skattur á skuldir starfandi fjármálafyrirtækja er fyrst og fremst skattur á innlán. Ég sé ekki alveg hvernig það getur komið þyngra niður á þeim smærri heldur en þeim stærri. Nú gæti einhver bent á að það sé stærðarhagkvæmni í fjármálaþjónustu, þ.e. samkeppnisstaða stærri banka sé betri og þetta sé á einhvern hátt gert til að leiðrétta það. En þá Þá mætti spyrja hvers vegna ekki gera þetta víðar? Til dæmis lækka virðisaukaskatt á smærri fyrirtæki?" segir Friðrik.

Friðrik tekur fram að hann sé ekki búinn að lesa umsögn sparisjóðanna sem var send efnahags- og viðskiptanefnd þegar bankaskatturinn var þar til umfjöllunar.

Hann segir að fjármálamarkaðurinn á Íslandi sé mjög óhagkvæmur í norrænum samanburði. Almenningur muni á endanum borga bankaskattinn. Vextir á útlánum hækka og vextir á innlánum lækka.

„Almenningur mun bera þessa skattheimtu eða þann hluta sem leggst á starfandi fjármálafyrirtæki. Það er erfitt að sjá annað,“ segir Friðrik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira