Erlent

Fundu risastóran demant í Suður-Afríku

Blái demanturinn er engin smásmíði.
Blái demanturinn er engin smásmíði. Vísir/AFP

Afar fágætur blár demantur fannst á dögunum í demantanámu í Suður Afríku. Steinnin er 29,6 karöt og sagður einn sá sérstæðasti sem fundist hefur í landinu. Sama námafyrirtæki fann í fyrra stein sem er 25,5 karöt, og seldist sá á rúmar tíu milljónir punda, eða rúman milljarð króna.

Fastlega er búist við því að fyrir nýja steininn fáist enn hærra verð, enda er hann sagður óvenju tær og fallegur þannig að um mikið djásn verði að ræða þegar búið verður að skera hann eftir kúnstarinnar reglum.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þessi náma, Cullinam náman, gefur af sér stóra demanta, því árið 1905 fannst þar steinn sem síðar var kallaður Stjarna Afríku og er næst stærsti skorni demantur í heimi. Játvarður Bretakonungur fékk þann stein að gjöf og er hann nú hluti af krúnudjásnum Engandsdrottningar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.