Íslenski boltinn

Arnór Sveinn kominn heim í Breiðablik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Sveinn Aðalsteinsson boðinn velkominn aftur í Breiðablik.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson boðinn velkominn aftur í Breiðablik. Mynd/Knattspyrnudeild Breiðabliks

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun spila með Kópavogsliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Arnór Sveinn, sem verður 28 ára gamall í lok mánaðarins, er að snúa aftur heim í Breiðablik en hann hefur verið atvinnumaður með Hönefoss í Noregi undanfarin þrjú tímabil. Hann var uppalinn hjá Blikum.

Arnór Sveinn spilaði með Breiðabliki frá 2004 til 2011 og varð Íslandsmeistari með félaginu 2010 og bikarmeistari árið á undan. Hann fór til Hönefoss á miðju sumri 2011 og fór upp í norsku úrvalsdeildina með norska liðinu.

Arnór Sveinn hefur leikið tólf A-landsleiki og níu 21 árs landsleiki fyrir Íslands hönd.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.