Innlent

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í nóvember.
Frá fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í nóvember. visir/stefán

Fimmtán bjóða sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 7.- 8. febrúar næstkomandi, sjö konur og átta karlar. Frestur til að skila framboðum rann út í gær.

Meðalaldur frambjóðenda reynist vera 42 ár. Þriðjungur er yngri en 35 ára en ungir jafnaðarmenn um land allt hafa markvisst hvatt ungt til að gefa kost á sér til starfa í sveitarstjórnum.

Félagar í aðildarfélögum Samfylkingarinnar kjósa bindandi kosningu um fjögur efstu sætin á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor og geta raðað frambjóðendum í sæti 5 til 8 án þess að það sé bindandi fyrir valnefnd sem stillir upp á listann.

Listi Samfylkingarinnar verður paralisti. Í tveimur efstu sætum verður einn einstaklingur af hvoru kyni og svo í hverjum tveimur sætum þar á eftir og niður listann. Um er að ræða netkosningu sem opin er félagsmönnum 7. til 8. febrúar nk.

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:
Anna María Jónsdóttir kennari 
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi 
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og læknir 
Dóra Magnúsdóttir stjórnsýslufræðingur 
Guðni Rúnar Jónasson framkvæmdastjóri 
Heiða Björg Hilmisdóttir deildarstjóri LSH 
Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi 
Kristín Erna Arnardóttir háskólanemi og kvikmyndagerðarmaður 
Kristín Soffía Jónsdóttir varaborgarfulltrúi 
Magnús Már Guðmundsson framhaldsskólakennari 
Natan Kolbeinsson formaður Hallveigar, félags UJ í Reykjavík 
Reynir Sigurbjörnsson rafvirki 
Skúli Helgasson stjórnmálafræðingur 
Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur
Þorgerður L. Diðriksdóttir kennariAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.