Bíó og sjónvarp

Arnold hefur drepið flesta

Samúel Karl Ólason skrifar

Tölvunarfræðingurinn Randal Olson hefur sett saman lista yfir þá 25 leikara sem drepið hafa flesta í bíómyndum. Arnold Schwarzenegger situr á toppi listans með 369 dráp og Uma Thurman er sú leikkona sem drepið hefur flesta í mynd, eða 77.

Sagt er frá þessu á vef Business Insider.

Listinn er byggður á gögnum frá síðunni MovieBodyCounts og tók það Randal meira en fimm ár að setja hann saman. Þó getur verið að sumir leikarar eigi í raun fleiri dráp í kvikmyndum, því margir hafi leikið í b-myndum sem hafa ekki verið skráðar.

„Ég er næstum viss um að John Wayne væri á listanum ef einhver kvikmyndaunnandi færi yfir myndirnar sem hann lék í fyrir 1960,“ segir Randal.

Einnig gerði Randal lista yfir þær bíómyndir sem flestir eru drepnir í og ofbeldisfyllstu bíómyndirnar, eftir dauðsföllum á mínútu.

Ekki eru allir á eitt sáttir með listann og telja margir að leikarar á honum hafi drepið mun fleiri í mynd. Samanber þetta myndaband sem sýnir öll kvikmyndadráp Arnold Schwarzenegger. Myndbandið er ekki við hæfi allra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.