Bíó og sjónvarp

Hross í Oss frumsýnd í Bandaríkjunum í dag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin Hross í Oss, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag. Er hún meðal tólf mynda sem verða sýndar í hlutanum New Voices/New Visions á kvikmyndahátíðinni í Palm Springs.

Frá þessu er sagt á vefsíðunni Variety og því bætt við að myndin muni verða gefin út í Bretlandi, Frakklandi og Spáni í mars. 

Myndin hefur raðað inn verðlaunum síðustu mánuði og hlaut Benedikt meðal annars verðlaun sem besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian og á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókíó. 

Þó Hross í Oss eigi ekki möguleika á Óskarstilnefningu í ár hefur hún hlotið frábæra dóma gagnrýnenda víðs vegar um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×