Fótbolti

Breiðablik og KR í útvarpi | ÍBV í sjónvarpi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blikar fagna marki í Evrópudeildinni í sumar.
Blikar fagna marki í Evrópudeildinni í sumar. Fréttablaðið/Vilhelm

Karlalið Breiðabliks, ÍBV og KR verða í eldlínunni í kvöld í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Stuðningsmenn liðanna og íslenskrar knattspyrnu geta fylgst vel með gangi mála.

Breiðablik stendur best að vígi en liðið sækir Sturm Graz heim í Austurríki. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum er möguleiki svo sannarlega fyrir hendi hjá Kópavogsliðinu. Staða KR-inga er ekki jafn góð í Belgíu eftir 3-1 tap gegn Standard Liege.

Blikar og KR-ingar á klakanum eiga þess kost að fylgjast með leikjunum í útvarpi og á netinu. Blikar senda út á síðu sinni, www.blikar.is, klukkan 16 en KR-ingar á netheimur.is eða FM 98,3 klukkan 18.30.

ÍBV tekur á móti Rauðu stjörnunni frá Belgrad á Hásteinsvelli. Serbarnir hafa 2-0 forskot úr fyrri leiknum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.