Lífið

Veggmynd vekur athygli

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn á myndinni horfir glaðlegum augum á vegfarendur í Vesturbænum. Myndin er eftir ástralska listamanninn Guido Van Helten.
Maðurinn á myndinni horfir glaðlegum augum á vegfarendur í Vesturbænum. Myndin er eftir ástralska listamanninn Guido Van Helten. Mynd/GVA

„Mér leist vel á listamanninn og treysti honum til að gera þetta vel," segir Ragnheiður Björk Sigurðardóttir, eigandi steinhúss í Vesturbænum í Reykjavík.

Það er óhætt að segja að málverk af eldri manni sem þekur hlið hússins hafi vakið athygli vegfaranda á síðustu dögum. Það er listamaðurinn Guido Van Helten sem á heiðurinn af myndinni en hann hefur dvalið hér á landi frá því í apríl.

Ragnheiður Björk segir að hún hafi ekki enn séð myndina þar sem hún er upp í sumarbústað. Hún vonast til að málverkið fái að lifa á veggnum. „Það kemur bara í ljós, ef þetta kemur vel út þá fær þetta örugglega að lifa eitthvað áfram."

Guido segist vinna veggmyndirnar eftir ljósmyndum sem hann setur síðan inn í forrit í Iphone-síma og málar eftir.

Nánar er fjallað um málverkið í Fréttablaðinu á morgun, þar sem rætt er meðal annars við Guido Van Helten.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.