Lífið

Kanadískur grínari gerir víðreist í vikunni

Kanadíski uppistandarinn John Hastings treður upp á Íslandi í þessari viku í fjórum mismunandi bæjarfélögum. Fyrst verður hann í Spot í Kópavogi á miðvikudag en ferðast síðan til Stykkishólms, Akraness og Þorlákshafnar. Hastings hefur unnið til verðlauna í Kanada fyrir uppistand sitt og verið valinn einn af fimm grínistum til að fylgjast með af sjónvarpsstöðinni Comedy Network. Í uppistandinu segir hann sögur úr lífi sínu sem illa gefinn og einhleypur ferðalangur og vafalítið á grínið eftir að falla í kramið hjá íslenskum áhorfendum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.