Innlent

Skýrist í dag hvort samningstilboði SA verði samþykkt.

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Samninganefndir aðildarfélaga Alþýðusambandsins voru kallaðar saman í morgun til að fara yfir samningstilboð frá Samtökum atvinnulífsins.

„Við teygðum okkur eins langt og við treystum okkur til,“ segir framkvæmdastjóri SA. Niðurstaða samninganefnda mun liggja fyrir síðar í dag.

Niðurstaða fundar SA og ASÍ frá því gærkvöldi verður lögð fram til samninganefndir allra landssambanda Alþýðusambandsins í dag og verður þá tekinn ákvörðun um hvort samningstilboði Samtaka Atvinnulífsins verði samþykkt.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að jákvæður gangur sé í viðræðunum en átti von á betra útspili frá ríkisstjórninni.

Rætt var við Gylfa í hádegisfréttum Bylgjunnar sem má hlusta á hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×