Innlent

Segir samninginn marka nýtt upphaf í kjarabaráttunni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Aðilar vinnumarkaðarins hafa skrifað undir nýjan kjarasamning. Samningurinn kveður á um 2,8 prósent launahækkun og fimm prósent hækkun hjá þeim sem eru með lægstu launin, þeir mega því sem búast við launin hækki um tæpar 10 þúsund krónur.

Strax eftir áramót hefst vinna við að leggja drög að langtímasamningi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að samningurinn markaði nýtt upphaf í kjarabaráttunni með stöðuleika að leiðarljósi.Hann sagði það viðeigandi að samningurinn væri undirritaður á sólstöðum þegar daginn tekur að lengja. Hann sagðist vona að hagur íslenskrar alþýðu myndi vænkast.

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, tók í svipaðan streng og Gylfi og var ánægður með að hafa náð að ljúka samningaviðræðunum með samkomulagi.

Þeir Gylfi og Björgólfur föðmuðust innilega að undirritun lokinni.

Frá undirritun samningsins nú í kvöld.mynd/Jón Júlíus Karlsson
Fyrir lá að undir samninginn yrði skrifað í kvöld og um tíma var búist við því að það yrði klukkan 19. Það frestaðist hins vegar og ekki var skrifað undir fyrr en á tíunda tímanum.

Samningurinn sem skrifað var undir gildir til 31. desember 2014.

mynd/Jón Júlíus Karlsson
Eftir langan dag við samningaviðræður gæddu samningsaðilar sér á vöfflum.


Tengdar fréttir

Óánægja meðal stéttafélaga með nýjan kjarasamning

Forseti ASÍ segir að augljóst að verkalýðshreyfingin nái ekki öllum sínum markmiðum en óánægjan snúist fyrst og fremst að stjórnvöldum. Verkalýðsleiðtogi á Akranesi er hundóánægður með samninginn.

Jákvætt skref ríkisstjórnarinnar

„Þetta er í takt við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð þessara samninga,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um þær hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að lækka jaðarskatta og einfalda og fækka skattþrepum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×