Innlent

Stofna félag jákvæðra á Alþingi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óttarr Proppé
Óttarr Proppé
Óttarr Proppé, þingmaður Besta Flokksins, og Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hafa stofnað félag jákvæðra á Alþingi.

„Á þessum vinnustað hefur verið stofnaður hópur jákvæðra,“ sagði Óttarr Proppé, þingmaður, í ræðu sinni á Alþingi í morgun.

„Óformlegur hópur sem mun koma saman og ræða þau sem þátttakendur telja mikilvæg í mannlegum samskiptum. Jafnvel verða rifjaður upp kurteisisvenjur sem geta gert lífið skemmtilegra og kannski rætt um leiðir sem geta hjálpað fólki að glata ekki gleðinni í amstri dagsins. Í hópnum tölum við saman, tökum þátt sem einstaklingar höfum það að leiðarljósi að auka gleði og jákvæðni. Félagsskapurinn er öllum þingmönnum opinn.“

Hér að neðan má sjá myndband af ræði Óttars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×