Viðskipti innlent

Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall mynd / pjetur

Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag.

Sakborningar fengu allir þunga dóma.

Ragnar var upphaflega verjandi fjárfestisins Ólafs Ólafssonar í málinu og Gestur Jónsson, var verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings.

Um þetta atriði segir í forsendum dómsins: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, ræddi við lögmennina í þættinum Klinkið í apríl á þessu ári en hér má sjá viðtalið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.