Innlent

Fimm í haldi vegna kynferðisbrots

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Fimm menn voru handteknir af lögreglunni á Ísafirði í nótt í tengslum við alvarlegt kynferðisafbrot.

Lögreglan á Ísafirði verst allra fregna af málinu.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag.

Heimildir fréttastofu herma að mennirnir séu af erlendu bergi brotnir.

Þegar fréttastofa náði tali af Hlyni Hafberg Snorrasyni yfirlögregluþjóni á Ísafirði sagði hann að fréttatilkynningar væri að vænta vegna málsins.

Uppfært 14.30
Lögreglan sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:
„Kl. 04:20 í morgun var lögreglu tilkynnt um að kynferðisbrot hafi átt sér stað í húsi einu á Ísafirði.  Brotaþoli, ung kona, var flutt til viðeigandi skoðunar á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þar sem hún nýtur einnig aðhlynningar.

Strax í framhaldinu voru 5 karlmenn handteknir.  Þeir eru í haldi. Lögreglan á Vestfjörðum nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Ekki er tímabært að gefa úr frekari upplýsingar um málið enda er rannsókn þess á frumstigi.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.