Íslenski boltinn

Blikar lána Kristinn Jónsson til Brommapojkarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson. Mynd/Daníel

Kristinn Jónsson verður ekki með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en Valtýr Björn Valtýsson greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að landsliðsmaðurinn verður í láni í sænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Sænska úrvalsdeildarfélagið Brommapojkarna fær Kristinn að láni frá og með 1. janúar 2014 en hann æfði með félaginu á dögunum. Kristinn er 23 ára gamall og hefur verið fastamaður í liði Blika undanfarin sex tímabil.

Kristinn lék 20 af 22 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar og var með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim. Hann hefur alls leiki 118 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og er orðinn fimmti leikjahæsti leikmaður félagsins þrátt fyrir ungan aldur.

Kristinn Jónsson er enn einn leikmaður Breiðabliks sem fer út í atvinnumennsku en Kópavogsfélagið hefur misst lykilmenn á hverju ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.