Innlent

Hafísröndin færist nær landi

Gissur Sigurðsson skrifar

Veðurstofan býst við að hafísröndin norður af landinu færist nær landi á næstu dögum þar sem spáð er fremur hvassri vestan- og suðvestanátt.

Jaðar hafíssins er núna umþaðbil 40 sjómílur norðvestur af Vestfjörðum og hafa þónokkrar tilkynningar borist um ísjaka nær landinu, einkum á Húnaflóa.

Þeir eru flestir svo stórir að þeir koma vel fram í ratsjám og stafar sjófarendum því ekki hætta af þeim, eins og staðan er núna.Fleiri fréttir

Sjá meira