Innlent

Vara við hreindýrum á vegum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Vilhelm Gunnarsson

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en autt er frá Öræfasveit og austur á Reyðarfjörð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi og austur í Öræfasveit. Hálkublettir eru á Reykjanesi en hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum.

Snjóþekja og  hálka er á Vestfjörðum. Víða er skafrenningur, sérstaklega á fjallvegum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur og skafrenningur. Þæfingsfærð er á austanverðum Skaga.

Norðaustanlands er snjóþekja eða hálka á vegum, snjókoma og skafrenningur.  Þæfingsfærð og snjókoma er á Tjörnesi og þæfingur og skafrenningur á Hólasandi.

Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Austurlandi en þæfingsfærð og snjókoma á Vatnsskarði eystra.  Greiðfært er þó frá Reyðarfirði og áfram með suðausturströndinni að Jökulsárlóni.


Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við hreindýrum á Austur- og Suðausturlandi.Fleiri fréttir

Sjá meira