Innlent

Yfir 4 þúsund stunguóhöpp

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Valgarður Gíslason
Stunguóhöpp, líkamsvessamengun og bit eru meðal algengustu óhappa sem starfsmenn sjúkrahúsa verða fyrir. Þetta er niðurstaða rannsóknar um stunguóhöpp á Landspítalanum á árunum 1986 til 2011 sem kynnt er í Læknablaðinu

Starfsmenn geta smitast af lifrarbólguveiru B, lifrarbólguveiru C eða HIV í kjölfarið ef sjúklingar eru smitandi.

Á tímabilinu 1986 til 2011 urðu að minnsta kosti 4089 óhöpp en 3587 þeirra voru tilkynnt. Flestar tilkynningarnar komu frá starfsfólki Landspítala Hringbraut og Fossvogi.

Rannsóknirnar sýna að það eru hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar sem tilkynna flest óhappanna. Ungt starfsfólk og starfsfólk með starfsaldur undir fimm árum tilkynnir oftar um óhöpp en eldra og reyndara starfsfólk.

Hægt er að bólusetja gegn lifrarbólguveiru B og og er slíkt talið veita góða vörn gegn smiti. Áætlað er að um 70 prósent heilbrigðisstarfsmanna í Evrópu séu bólusettir gegn lifrarbólgu B.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×