Innlent

Birgitta aldrei séð né heyrt um hljóðupptökurnar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Aldrei heyrt um meintar hljóðritanir.
Aldrei heyrt um meintar hljóðritanir. mynd/GVA
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingi og veit ekki til þess að þær séu til.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni sjálfri. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis sagði Julian Asaange í samtali við Chelsea (þá Bradley) Manning að hann hefði komist yfir hljóðupptökur frá Alþingi yfir fjögurra mánaða skeið. Samtölin áttu sér stað dagana 5 til 18.mars en þá dvaldi Assange hér á landi.

Birgitta segist vilja koma þessu á framfæri í ljósi umræðu sem skapast hafi um hinar „meintu“ hljóðritanir eftir birtinu dómskjala sem tengjast WikiLeaks frá Bandaríkjaher.


Tengdar fréttir

Hlerun í Alþingi: „Grafalvarlegt ef satt reynist“

Í meintu samtali Julian Assange og Chelsea Manning árið 2010 segir Assange að Wikileaks búi yfir hljóðupptökum úr símum Alþingis sem nái yfir fjögurra mánaða skeið. Á Alþingi hafa ráðamenn ekki heyrt af málinu, en ef satt er, sé það grafalvarlegt:

Ísland mun bráðna

„Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010.

Kanna hvort símar Alþingis voru hleraðir

Sérfræðingar á vegum Alþingis rannsaka nú hvort símar þingsins hafi verið hleraðir um fjögurra mánaða skeið árin 2009 og 2010, en á vefsíðunni Wired.com er greint frá því að Wikileaks hafi haft slíkar hljóðupptökur undir höndum. Ef gögnin eru raunveruleg er um lögbrot að ræða, en talsmaður Wikileaks segist ekkert kannast þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×