Innlent

80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið

Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum.

Í skjölum sem tyrkneskur hakkari birti í morgun er hægt að lesa gríðarlegt magn SMS-skilaboða á milli fólks. Allt frá mjög persónulegum skilaboðum, yfir í viðkvæmar upplýsingar á milli þingmanna og æðstu ráðamanna þjóðarinnar.

Um er að ræða 80 þúsund smáskilaboð sem send voru úr og í síma Vodafone frá lok árs 2010 og þar til í fyrradag. Þessi skilaboð eru nú á aðgengileg vel tölvufæru fólki á netinu. 

Fréttastofan ræddi við Hörð Helga Helgason, forstjóra Persónuverndar, sem vísaði á Póst og fjarskiptastofnun en ekki hefur náðst í Hrafnkel Gíslason, forstöðumann stofnunarinnar.

Búið er að ræsa út CERT-ÍS (Computer Emergency Response Team) netöryggissveit á vegum Póst og fjarskiptastofnunar sem vinnur nú að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×