Fótbolti

Steinþór Freyr fjórði Íslendingurinn hjá Viking FK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Steinþór Freyr Þorsteinsson verður fjórði íslenski leikmaðurinn hjá Viking FK en Stavanger Aftenblad segir frá því í dag að íslenski miðjumaðurinn sé á leið til nágrannaliðs Sandnes Ulf.

Í frétt Stavanger Aftenblad kemur fram að Steinþór Freyr verði kynntur sem nýr leikmaður Viking FK á morgun á Viking Stadion. Hann hafði áður gefið það út að hann yrði ekki áfram hjá Sandnes Ulf.

Viking er og verður áfram mikið Íslendingalið. Indriði Sigurðsson er fyrirliði Viking FK, Jón Daði Böðvarsson var að klára sitt fyrsta tímabil með liðinu og Björn Daníel Sverrisson gekk til liðs við liðið eftir tímabilið með FH.

Steinþór Freyr er 28 ára gamall og lék með Stjörnunni og Breiðabliki áður en hann fór út í atvinnumennsku sumarið 2010.

Hann hefur leikið með Sandnes Ulf undanfarin þrjú tímabil og var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 28 leikjum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sandnes Ulf var nýliði í deildinni og hélt sæti sínu. Viking FK endaði í fimmta sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.