Innlent

Sænska jólageitin fauk um koll

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sænska jólageitin er fokin um koll.
Sænska jólageitin er fokin um koll.
Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. Mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. Jólageitin var sett upp um miðjan síðasta mánuð og eins og segir í frétt Vísis frá því þá, er hún um sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum.

Getin er strágeit og tilheyrir hún sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er bær í Svíþjóð. Gävle er borið fram sem Jevle. Geitin þar í bæ er sú frægasta sen hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð.

Geitin hefur verið verið sett upp fyrir framan Ikea á Íslandi síðustu ár og íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×