Innlent

Rannsökuðu alþjóðlegan barnaníðshring á Íslandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd sem sýnir umfang rannsóknarinnar.
Mynd sem sýnir umfang rannsóknarinnar. Mynd/Lögreglan í Toronto
Lögreglan í Toronto tilkynnti í gær að 348 einstaklingar hefðu verið handteknir í umfangsmikilli rannsókn á alþjóðlegum barnaníðshring. Rannsókin teygði meðal annars anga sína til Íslands.

Rannsóknin náði til landa víða um og heim og meðal annars til Íslands. Rannsóknin stóð yfir í þrjú ár og telur lögreglan í Toronto sig hafa freslað tæplega 400 börn undan barnaníðingum á meðan rannsókninni stóð.

Rannsóknin snéri aðallega að fyrirtæki í Toronto sem seldi DVD diska og aðgang að efni á netinu sem sýndu kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Talið er að myndefninu hafi verið dreift til 94 landa. Fyrirtækið er grunað um að hafa borgað fólki fyrir að taka upp myndbönd með börnum í kynferðislegum athöfnum og selt þau svo áfram á heimasíðu sinni. Lögrelgan lagði hald á hundruðir þúsunda mynda og myndbanda.

108 voru handteknir í Kanada, 76 í Bandaríkjunum en 164 í öðrum löndum víða um heim. Margir hinna handteknu höfðu gott aðgengi að börnum í gegnum starf sitt. Meðal hinna handteknu voru læknar, kennarar og prestar. Ekki er ljóst hversu umfangsmikil rannsóknin var hér á landi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×