Fótbolti

Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis

Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar

Niko Kovac, þjálfari karlalandsliðs Króatíu, var allt annað en sáttur við spurningu blaðamanns Vísis á fundi með blaðamönnum í Zagreb í dag.

Undirritaður spurði Kovac hvort hann myndi refsa leikmönnunum átta sem fengu sér vel í glas á hóteli liðsins eftir markalausa jafnteflið á föstudagskvöldið. Vísir fjallaði um málið fyrr í dag.

„Trúir þú að þetta sé satt?“ spurði Kovac undirritaðan sem svaraði því til að  hann vissi að sagan væri sönn.

„Ef þú trúir því virkilega að sagan sé sönn þá þakka ég fyrir gestrisnina,“ sagði Kovac kaldhæðinn.

„Ég veit fyrir víst að sagan er ekki sönn. Ég hélt að þú værir herramaður úr norðri. Nú veit ég að það er ekki satt.“

Vísir ítrekar að vefurinn stendur algjörlega við fyrri frétt um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira