Innlent

Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Myndin sem Ingi Kristján birti á Instagram sem varð til þess að Egill Einarsson höfðaði mál.
Myndin sem Ingi Kristján birti á Instagram sem varð til þess að Egill Einarsson höfðaði mál.

„Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið. Ég er mjög sáttur með dóminn,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson sem var sýknaður í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag.

Egill Einarsson höfðaði einkamál gegn Inga Kristjáni vegna myndar sem Ingi Kristján birti á Instragram. Með myndinni skrifaði Ingi: „Fuck you rapist bastard“ (ísl. „Farðu til fjandans nauðgarasvín“).

Verjandi Egils sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málinu gegn Inga Kristjáni og Sunnu Ben Guðrúnardóttur yrði áfrýjað. Ingi segir að hann sé ekki smeykur með að málið rati nú fyrir Hæstarétt.

„Ég held að það verði þeim ekki vænlegt að fara með málið fyrir Hæstarétt. Dómsúrskurðurinn er skýr,“ segir Ingi Kristján.

Sunna Ben baðst undan viðtali þegar Vísir náði tali af henni. Hún kvaðst þó vera sátt með niðurstöðu Hérðasdóms Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Egill ætlar að áfrýja

„Báðum þessum dómum verður áfrýjað til hæstaréttar,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils Einarssonar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.