Íslenski boltinn

Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Sveinn Bjarnason.
Tryggvi Sveinn Bjarnason. Mynd/Ernir

Framarar styrktu hjá sér vörnina í dag þegar miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Tryggvi verður langreynslumesti nýliðinn í Framliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar.

Tryggvi er þrítugur og hefur leikið 203 leiki í deild og bikar með KR, ÍBV og Stjörnunni og skorað í þeim 17 mörk. Það hafði áður komið fram að hann yrði ekki áfram með Stjörnunni.

Tryggvi er uppalinn KR-ingur og sonur Bjarna Friðrikssonar, bronsverðlaunahafa í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 en Tryggvi var þá rúmlega eins árs.

Það er ljóst að Tryggvi Sveinn kemur með mikla reynslu inn í ungt lið Fram, hann er stór og stæðilegur miðvörður sem skorar reglulega. Fram hefur fengið mikið af ungum og óþekktum leikmönnum að undanförnu og því munar mikið um Tryggva.

Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram er mjög ánægður með liðstyrkinn. „Tryggvi er öflugur leikmaður og mikill karakter sem verður án efa einn af burðarásunum í okkar liði," sagði Bjarni í fréttatilkynningu frá Fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.