Innlent

Stóru málin - Borgarstjóri kosinn af borgarbúum?

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi sem nýverið tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn, er ein fjögurra einstaklinga sem býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún kveðst vilja skoða kosti þess að borgarbúar fái sjálfir að kjósa sér borgarstjóra í beinni kosningu. Það sé að mörgu leyti óheppilegt hve hlutverk þessa æðsta embættismanns borgarinnar sé óskilgreint og tekur fram að víða í Evrópu hafi með skerpt á hlutverki borgarstjóra með því meðal annars að láta kjósa hann í beinni kosningu.

Þannig kusu Lundúnarbúar borgarstjóra sinn fyrst í beinni kosningu árið 2000 þegar Ken Livingstone varð borgarstjóri. Þessi hugmynd hefur áður verið viðruð í tengslum við borgarpólitíkina á Íslandi, m.a í kringum tíð meirihlutaskipti áður en núverandi meirihluti tók við völdum. Þannig lagði Andrés Jónsson til árið 2006, þá frambjóðandi Samfylkingar og formaður Ungra jafnaðarmanna, að borgarstjóri yrði kosinn beinni kosningu. Eins og fram kom í grein í Morgunblaðinu sama ár, þegar hann skrifaði: „Mín skoðun er sú að borgarbúar eiga að velja borgarstjórann. Þetta embætti er of mikilvægt til að vera skiptimynt í hrossakaupum milli flokka.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.