Erlent

Átta þúsund fyrirspurnir vegna óþekktu telpunnar

Mynd/AP
Rúmlega átta þúsund manns hafa haft samband við grísk góðgerðasamtök sem um helgina birtu mynd af lítillli stúlku sem hafði verið í umsjá pars af Róma-ættum.

Stúlkan er ljós á brún og brá og DNA rannsóknir hafa sýnt að hún er ekki skild parinu. Talið er að henni hafi verið rænt fyrir nokkrum árum einhversstaðar í norður-evrópu en talið er að hún sé fædd árið 2009.

Fólkið er nú í haldi lögreglu en þau halda því fram að stúlkan hafi verið gefin þeim á sínum tíma, án þess þó að þau geti sannað að það hafi verið gert með löglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×