Erlent

Komu fram við Mariu litlu eins og "dansandi björn“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér sést Maria litla dansa ásamt sígaununum.
Hér sést Maria litla dansa ásamt sígaununum.
Góðgerðarsamtökin sem gæta Mariu litlu, stúlkunnar sem um helgina var tekin var af sígaunapari í Grikklandi, segja að fólkið hafi komið fram við stúlkuna eins og „dansandi björn.“ Daily Mail segir frá.

Fyrir þremur vikum síðan var tekið myndband af stúlkunni þar sem hún sést dansa ásamt fullorðnu fólki. Stúlkan sem talið er að sé um fjögurra ára þykir ekki sýnast hamingjusöm þar sem hún stígur dansinn.

Svo virðist sem hún hafi verið látin dansa fyrir pening.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli sem og málið allt saman. Í morgun var greint frá því að yfir átta þúsund fyrirspurnir hefðu komið vegna stúlkunnar sem er talin hafa verið numin á brott í Norður-Evrópu fyrir einhverjum árum síðan.

Af þeim átta þúsund fyrirspurnum sem hafa borist eru átta talin vera líklegust til þess að leiða í ljós hver stúlkan er. Þær fyrirspurnir koma frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Póllandi.

Maria Dimitriou, 21 árs gömul og barnabarn leiðtoga sígaunahópsins sem Maria litla dvaldist með, segir að móðir Mariu litlu hafi sent hana til þeirra, henni hafi þótt gaman að dansa og vel hafi verið séð um hana.

Aðrir segja að hún hafi búið við slæm skilyrði og hafi verið mjög skítug.

Hún var hrædd og óörugg fyrst þegar hún kom til hópsins, en var orðin öllu rólegri og farin að leika sér við önnur börn segir heimildarmaður innan hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×