Innlent

Ómar Ragnarsson handtekinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á myndinni má sjá lögreglumenn draga Ómar Ragnarsson af vettvangi.
Á myndinni má sjá lögreglumenn draga Ómar Ragnarsson af vettvangi. mynd/GVA
„Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni.

Ómar segir að hann hafi komið frekar seint á svæðið, þar sem hann kom úr hálandaferð seint í nótt. „Ég vildi fara og athuga hvað væri um að vera ásamt vini mínum, Eiði Guðnasyni. Eiði var ýtt með lögregluvaldi en ég komast óáreittur.“

Ómar lýsir því að þegar hann kom á svæðið hafi verið fullt af fólki þarna, hann hafi sest niður og ekki verið fyrir neinum.

„En þetta var skipun valdsins, samt er málið enn fyrir dómstólum,“ segir Ómar sem var á leið með lögreglubílnum, líklega til Reykjavíkur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×