Erlent

Parið ákært fyrir mannrán

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stúlkan fannst í haldi þeirra þegar lögregla leitaði að fíkniefnum og vopnum í búðum fólksins í bænum Farsala á miðvikudag.
Stúlkan fannst í haldi þeirra þegar lögregla leitaði að fíkniefnum og vopnum í búðum fólksins í bænum Farsala á miðvikudag.
Par úr hópi Rómafólks í Grikklandi verður ákært fyrir mannrán í máli hinnar fjögurra ára gömlu Maríu sem vakið hefur athygli víða um heim. Stúlkan fannst í haldi þeirra þegar lögregla leitaði að fíkniefnum og vopnum í búðum fólksins í bænum Farsala á miðvikudag.

Þau Hristos Salis og Eleftheria Dimopoulou, sem bæði eru um fertugt, eru sögð hafa rænt stúlkunni og hefur DNA-próf leitt það í ljós að stúlkan er ekki blóðskyld parinu. Parið segir að vel hafi verið hugsað um stúlkuna og að foreldrarnir hafi gefið þeim hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×