Erlent

Parið ákært fyrir mannrán

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stúlkan fannst í haldi þeirra þegar lögregla leitaði að fíkniefnum og vopnum í búðum fólksins í bænum Farsala á miðvikudag.
Stúlkan fannst í haldi þeirra þegar lögregla leitaði að fíkniefnum og vopnum í búðum fólksins í bænum Farsala á miðvikudag.

Par úr hópi Rómafólks í Grikklandi verður ákært fyrir mannrán í máli hinnar fjögurra ára gömlu Maríu sem vakið hefur athygli víða um heim. Stúlkan fannst í haldi þeirra þegar lögregla leitaði að fíkniefnum og vopnum í búðum fólksins í bænum Farsala á miðvikudag.

Þau Hristos Salis og Eleftheria Dimopoulou, sem bæði eru um fertugt, eru sögð hafa rænt stúlkunni og hefur DNA-próf leitt það í ljós að stúlkan er ekki blóðskyld parinu. Parið segir að vel hafi verið hugsað um stúlkuna og að foreldrarnir hafi gefið þeim hana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.