Viðskipti innlent

Hannes snýr aftur til Íslenskrar erfðagreiningar

Lítið hefur farið fyrir Hannesi Smárasyni frá því að hann hætti störfum hjá FL Group árið 2007.
Lítið hefur farið fyrir Hannesi Smárasyni frá því að hann hætti störfum hjá FL Group árið 2007. Mynd/Hörður

Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri sprotafyrirtækisins NextCode Health sem er í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið mun markaðssetja sjúkdómsgreiningu byggða á rannsóknum ÍE til lækna og sjúkrahúsa í Bandaríkjunum. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Segja má að Hannes sé að snúa aftur á heimaslóðir en hann var aðstoðarforstjóri ÍE um átta ára skeið, á árunum 1996 til 2004. Hann tók svo við sem forstjóri FL Group haustið 2005 en hætti störfum rétt fyrir jólin 2007.

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir í samtali við Viðskiptablaðið að Hannes sé búinn að vera í sóttkví í sex ár og nýta þurfi þekkinguna sem hann hafi yfir að búa.
 
Fleiri fréttir

Sjá meira