Innlent

Með snúða að hætti Lilju prinsessu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hildur hafði sett hárið í snúða og minnti því óneitanlega á Lilju prinsessu úr kvikmyndinni Stjörnustríði.
Hildur hafði sett hárið í snúða og minnti því óneitanlega á Lilju prinsessu úr kvikmyndinni Stjörnustríði.

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi situr nú sinn fyrsta borgarstjórnarfund sem borgarfulltrúi Sjálfstæðiflokks, en hún tók formlega við sæti Gísla Marteins á fundinum.

Hildur steig í pontu í umræðu um kynbundinn launamun og vakti óvenjuleg hárgreiðsla Hildar athygli. Hafði hún sett snúða í hárið og minnti því óneitanlega á Lilju prinsessu úr kvikmyndinni Stjörnustríði.

Jón Gnarr borgarstjóri hefur einnig sótt útlitslegan innblástur í Stjörnustríð en hann klæðir sig sem Obi-Wan Kenobi á tyllidögum.

Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu.

Jón Gnarr bregður sér í Stjörnustríðsgírinn annað slagið. Hér er hann með söngkonunni Lady Gaga.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.