Erlent

Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn.

Verhelst hafði farið í gegnum þrjár aðgerðir til kynleiðréttingar á árunum 2009 til 2012 en án árangurs. Það olli honum miklum andlegum sársauka. Hann lést á mánudag í Brussel með aðstoð lækna.

„Ég var tilbúinn að fagna endurfæðingu minni en þegar ég leit í spegil þá leið mér ömurlega. Nýju brjóstin komu ekki vel út og getnaðarlimurinn ekki heldur. Ég vil ekki líta út eins og skrímsli,“ sagði Verhelst sem var 44 ára gamall. Líknardauði var lögleiddur í Belgíu árið 2002.

Fjöldi þeirra einstaklinga sem fara fram á að deyja með líknardauða hefur fjölgað á síðustu árum. Flestir þeirra sem fara fram á líknardauða eru einstaklingar yfir sextugt með krabbamein þar sem batalíkur eru litlar.

Fjöldi þeirra sem létu lífið með aðstoð lækna fjölgaði um 25% á síðasta ári ef borið er saman við árið 2011. Alls má rekja 2% dauðsfalla í Belgíu á síðasta ári til líknardauða. Strangar reglur eru um líknardauða í Belgíu en aðeins samþykkt að undirgengnu umfangsmiklu sálfræðimati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×