Innlent

Þróa lyf sem virkar gegn öllum innflúensum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Andlitsgrímur voru vinsælar þegar svínaflensan gekk yfir.
Andlitsgrímur voru vinsælar þegar svínaflensan gekk yfir. Mynd/Getty Images

Vísindamenn telja sig hafa stigið stórt skref í átt að því að þróa bóluefni sem ætti að verja mannslíkmann fyrir öllum tegundum af flensu.

Innflúensa gerir vart við sig á hverju ári. Ekki er þó um sömu innflúensu að ræða ár eftir ár því innflúensan ræðst gegn mannslíkamanum með ólíkum hætti í hvert sinn og því verða lyf nánast gangslaus í baráttunni við flesuna.

Hópur vísindamanna við Imperial College London rannsóknarháskólann segja að þeir séu komnir með frumútgáfu af lyfi í baráttunni við allar tegundir af flensu. Niðurstaða þeirra var nýverið birt í tímaritinu Journal Nature Medicine.

Árlega láta 250 til 500 þúsunds manns lífið í heiminum vegna innfúensu. Skæðari innflúensur líkt og svínaflensan hafa skotið upp kollinum á síðustu árum sem hafa valdið mönnum áhyggjur um alheimsfarsóttir.

Vísindamennirnir segja að þeir séu búnir að finna kjarnann í innflúensunni og einnig hvaða hluti ofnæmiskerfisins ráði best við innflúensna. Þeir telja að ef allt gangi að óskum gæti lyfið komið á markað eftir eftir fimm ár. Það yrði bylting í baráttunni við innflúensu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.