Innlent

Þróa lyf sem virkar gegn öllum innflúensum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Andlitsgrímur voru vinsælar þegar svínaflensan gekk yfir.
Andlitsgrímur voru vinsælar þegar svínaflensan gekk yfir. Mynd/Getty Images
Vísindamenn telja sig hafa stigið stórt skref í átt að því að þróa bóluefni sem ætti að verja mannslíkmann fyrir öllum tegundum af flensu.

Innflúensa gerir vart við sig á hverju ári. Ekki er þó um sömu innflúensu að ræða ár eftir ár því innflúensan ræðst gegn mannslíkamanum með ólíkum hætti í hvert sinn og því verða lyf nánast gangslaus í baráttunni við flesuna.

Hópur vísindamanna við Imperial College London rannsóknarháskólann segja að þeir séu komnir með frumútgáfu af lyfi í baráttunni við allar tegundir af flensu. Niðurstaða þeirra var nýverið birt í tímaritinu Journal Nature Medicine.

Árlega láta 250 til 500 þúsunds manns lífið í heiminum vegna innfúensu. Skæðari innflúensur líkt og svínaflensan hafa skotið upp kollinum á síðustu árum sem hafa valdið mönnum áhyggjur um alheimsfarsóttir.

Vísindamennirnir segja að þeir séu búnir að finna kjarnann í innflúensunni og einnig hvaða hluti ofnæmiskerfisins ráði best við innflúensna. Þeir telja að ef allt gangi að óskum gæti lyfið komið á markað eftir eftir fimm ár. Það yrði bylting í baráttunni við innflúensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×