Erlent

Risavatnsból finnst undir eyðimörk í Kenía

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mikill vatnsskortur er í Kenía.
Mikill vatnsskortur er í Kenía. Mynd/Getty

Góðar líkur eru á því að búið sé að finna vatnsból undir eyðimörk í Kenía sem gæti bundið enda á vatnsskort í landinu. Vísindamenn hafa unnið sleitulaust að því á síðustu árum að rannsaka svæðið en telja að nú séu góðar líkur að um það stórt vatnsból sé að ræða sem gæti breytt miklu fyrir svæðið.

Vatnsbólið er staðsett undir eyðimörk í norðurhluta Kenía, skammt frá landamærum Suður-Súdan, Eþíópíu og Úganda. Þó ekki búi margir á svæðinu þá eru átök tíð á þessu svæði.

„Þó að rannsóknir séu komnar skammt á veg þá erum við bjartsýnir. Þetta getur breytt öllu fyrir svæðið,“ segir Mohamed Djelid, framkvæmdastjóri Unesco í Austur-Afríku.

Um 41 milljón manna í Kenía hefur ekki aðgang að hreinu vatni og bændum á svæðinu gengur erfiðlega að vökva framleiðslu sína. Þessar fréttir gefa íbúum í Kenía ástæðu til bjartsýni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.