Innlent

Fallið frá leiðtogakjöri

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá fundi Varðar í vikunni.
Frá fundi Varðar í vikunni. Mynd/Vörður
Á aukafundi hjá stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, nú síðdegis var ákveðið að falla frá því að leggja til á fulltrúaráðsfundi í kvöld að fram fari leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Miklar deilur hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að undanförnu um hvaða leið skuli fara við val frambjóðenda á lista flokksins. Á stjórnarfundi í gær var ákveðið að leggja tvær tillögur fyrir fulltrúaráðið í kvöld, um leiðtogakjör innan fulltrúaráðsins annars vegar og opið prófkjör hins vegar meðal flokksmanna.

Tillagan um prófkjör verður því sú eina sem borin verður upp til atkvæða í kvöld en um 1.400 manns eiga rétt á setu á fundinum og herma heimildir að mikil smölun hafi átt sér stað fyrir fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×