Bíó og sjónvarp

Ben Affleck leikur Batman

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ben Affleck, hlaut fyrr á þessu ári Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins, Argo.
Ben Affleck, hlaut fyrr á þessu ári Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins, Argo.
Bandaríska kvikmyndafyrirtækið Warner Bros hefur tilkynnt að Óskarsverðlaunahafinn Ben Affleck muni leika Batman í fyrirhugaðri kvikmynd sem mun sameina Súperman og Leðurblökumanninn.

Kvikmyndin, sem áætlað er að frumsýna 17. júlí 2015, verður framhald af sumarsmellinum Man of Steel og mun leikstjóri þeirrar myndar, Zack Snyder, einnig sjá um að leikstýra framhaldinu.

Ben Affleck, sem nýverið hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins, Argo, verður áttundi í röðinni til að leika Batman og tekur við keflinu af Christian Bale sem leikið hefur í þremur síðustu myndum  um riddarann svartklædda. 

Ben er ekki ókunnugur heimi ofurhetja því árið 2003 lék hann myndasöguhetjuna Daredevil í samnefndri kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×