Fótbolti

Albert Guðmundsson talar um afa sinn á heimasíðu Heerenveen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Heimasíða Heerenveen

Albert Guðmundsson, sonur Guðmundar Benediktssonar og barnabarnbarn fyrsta atvinnumanns Íslendinga, Alberts Guðmundssonar, skrifaði á mánudaginn undir samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen.

Albert var af því tilefni tekinn í sjónvarpsviðtal á heimasíðu Heerenveen þar sem hann segir frá því af hverju hann valdi að spila með Heerenveen og hvað markmið hann hefur sett sér.

Albert segist meðal annars í viðtalinu vilja spila í tíunni (sóknarmiðjumaður) en telur samt að hann sé bestur í níunni (framherji). Albert segir líka að Alfreð Finnbogason sé honum mikil fyrirmynd en Alfreð hefur slegið í gegn hjá Heerenveen.

Albert er líka spurður út í langafa sinn sem spilaði á sínum tíma með AC Milan á Ítalíu og var fyrstur Íslendinga til að fara út í atvinnumennsku.

Það er hægt að sjá viðtalið við strákinn með því að smella hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.