Fótbolti

Sara Björk framlengir við Malmö

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sara Björk með landsliðinu í Svíþjóð fyrr í sumar
Sara Björk með landsliðinu í Svíþjóð fyrr í sumar Mynd Daníel

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gert nýjan samning við sænska liðið LdB Malmö og verður leikmaðurinn hjá félaginu í tvö og hálft ár til viðbótar.

Þetta tilkynnti leikmaðurinn á Twittersíðu sinni fyrir stundu.

Sara Björk gekk í raðir sænska félagsins árið 2011 frá Breiðablik en hún er í dag fastamaður í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og staðið sig frábærlega með Malmö.

Leikmaðurinn er 22 ára og leikið fyrir öll landslið Íslands á sínum ferli. Sara hefur gert ellefu mörk fyrir Malmö síðan hún kom til liðsins.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.