Íslenski boltinn

Ósáttir reynsluboltar vildu losna við Sigurð Ragnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom íslenska kvennalandsliðinu í lokakeppni EM 2009 og 2013.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom íslenska kvennalandsliðinu í lokakeppni EM 2009 og 2013. Mynd/ÓskarÓ
Fjórir reynslumiklir leikmenn í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu landsliðsþjálfaranum, Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, bréf á dögunum. Þar tjáðu þær honum þá skoðun sína að hann ætti ekki að halda áfram í starfi sínu.

„Leikmenn eru með skoðanir hver eigi að spila og hver eigi að vera þjálfari. Það er ekkert hlustað á það, það er ekki leikmanna að ákvaða neitt um það," sagði Sigurður Ragnar í útvarpsþættinum Reitaboltanum á vefsíðunni 433.is í dag.

Sigurður Ragnar, sem stýrði íslenska landsliðsinu frá desember 2006 fram yfir Evrópumótið í sumar, segir leikmennina hafa verið ósátta við þann leiktíma sem þeir fengu hjá landsliðinu.

,,Þetta voru reynslumiklir leikmenn, þetta var ekkert sem kom inn í mína ákvörðun. Mér fannst þetta komið gott," segir Sigurður Ragnar um ákvörðun sína að hætta með landsliðið. Sigurði stóð til boða að halda áfram með liðið og gaf sér tíu daga til að íhuga málið. Niðurstaðan var hins vegar að snúa sér að öðrum verkefnum.

Sigurður Ragnar segist ekki hafa rætt málin við viðkomandi leikmenn frekar. Hann hafi ákveðið að hætta og bréfið ekki haft áhrif á ákvörðun sína. Nú taki nýr þjálfari við keflinu og það sé hans von að sá nái enn betri árangri með landsliðið.


Tengdar fréttir

Vill færa sig yfir í karlaboltann

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í gær að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefði ákveðið að hætta sem þjálfari A-landsliðs kvenna. Sigurður er eini þjálfarinn í sögu Íslands sem hefur farið með A-landslið á stórmót og það afrekaði hann í tvígang, árið 2009 og 2013.

Söguleg skref íslensku stelpnanna í tíð Sigga Ragga

Íslenska kvennalandsliðið hefur leikið sinn síðasta leik undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem ákvað í dag að hætta með kvennalandsliðið. Sigurður Ragnar hefur þjálfað liðið frá árinu 2007.

Landsliðsþjálfaraleitin hjá KSÍ hefst væntanlega í dag

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hætti sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins fyrir helgi og það liggur á því hjá Knattspyrnusambandinu að finna nýjan þjálfara enda aðeins rúmur mánuður í fyrsta leik í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×